Málning

/

86870350

Málning Regnvari 40

10.195 kr.

REGNVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani og síloxani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. REGNVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið. REGNVARI 40 er sérlega áhrifaríkur við að hefta vatnsísog um háræðasprungur. REGNVARI 40 gefur yfirborðinu sterk vatnsfráhrindandi áhrif og hentar því þar sem flöturinn á að standa ómálaður. Eigi að mála flötinn er ráðlegt að nota leysiefnaþynnta málningu í fyrstu umferð t.d. STEINVARA 2000 eða STEINAKRÝL.

Áburður: Flöturinn skal vera hreinn og þurr áður en hann er baðaður með REGNVARA 40. Best er að nota við það sprautu með lágum þrýstingi sem gefur jafna bunu. Þá er sprautað þvert yfir lóðrétta fleti með 20-30 cm millibili. Gjarnan er byrjað neðst og haldið upp til að fylgjast betur með framgangi verksins. Einnig má nota pensil eða rúllu. Gæta skal þess að tilskilið magn fari á flötinn.

Lesa meira

Tengdar Vörur

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.