• Fagsala-hus

Gluggar, hurðir og gler

Fyrir íslenskar aðstæður

Timburgluggar og hurðir

BYKO gluggar eru með íslenska gerðarvottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) sem hægt er að sækja hér á síðunni. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnsskáp. Rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í fyrirtækinu.

BYKO býður upp á viðarglugga úr furu, oregon furu (pine) og mahóní. Gluggana er hægt að fá í fjölmörgum útfærslum.

Gluggarnir eru fúavarðir og síðan yfirborðsmeðhöndlaðir með viðurkenndu akrýlþekjandi málningarkerfi þar sem hægt er að velja um fjölda lita. Hægt er að fá gluggana án yfirborðsmeðhöndlunar en ekki er mælt með því. Best er að bera á viðinn og yfirborðsmeðhöndla sem allra fyrst áður en hann fer undir beran himinn.

opnun-gluggaBYKO býður þér fullglerjaða og málaða gæðaglugga með þriggja ára ábyrgð.

BYKO er aðili að NORDMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sérstaka viðurkenningu NTR (Nordisk Trerad).

Á karmastykkjum og innanverðum póstum eru brúnir fræstar þannig að gluggarnir eru fallegri og nettari, en þeir fást einnig án skrautprófíls að innanverðu. Allar aðrar brúnir eru rúnaðar sem dregur úr hættu á skemmd um við flutning og ísetningu. Við málun myndast því heil filma sem slitnar ekki á skörpum brúnum.

Öll lárétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim og allir undirlistar eru með droparauf að neðan. Hönnun álundirlistans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Þá eru fræstar í öll karmastykki vatns- og vindraufar sem einnig eru sæti fyrir gluggalamir.

BYKO framleiðir fjölmargar gerðir af hurðum í margvíslegum útfærslum úr besta fáanlega efni sem völ er á.

Hurðirnar fást úr furu, oregon furu (pine) og mahóní. Auk þeirra stöðluðu og fyrirfram hönnuðu hurða þá sérsmíðar BYKO einnig hurðir eftir óskum hvers og eins.

Allar innopnanlegar hurðir BYKO eru með þriggja punkta læsingu sem staðalbúnað en þriggja punkta læsing er mikill kostur. Með henni færðu þrjár læsingar: eina uppi, eina í miðjunni og eina niðri. Þriggja punkta læsingar veita ekki einungis meira öryggi heldur eru þær þéttari en hefðbundnar eins punkta læsingar.

Verðlisti fyrir lagerglugga og hurðir

Glugga- og hurðabæklingur

Ítarefni og tækniupplýsingar

Tækniupplýsingar (PDF skjöl):

Álklæddir timburgluggar og hurðir

alglaeddir-vidarglÁlkápan í álgluggunum frá BYKO veitir margfalt veðrunarþol og endingu umfram hefðbundna tréglugga. Hönnun álkápunnar stuðlar að því að halda fölsum þurrum með góðri loftun. Henni er smellt á klossa sem tryggja góða loftun um timburhluta gluggans og heldur honum þurrum.

Kosturinn við álklædda glugga er að þeir eru nánast viðhaldsfríir og sérstaklega endingargóðir.

BYKO gluggar eru með íslenska gerðarvottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) sem hægt er að sækja hér neðst á síðunni. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnsskáp. Rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í fyrirtækinu.

BYKO býður þér fullglerjaða og málaða gæðaglugga með þriggja ára ábyrgð.

BYKO er aðili að NORDMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sérstaka viðurkenningu NTR (Nordisk Trerad).

alkl-vidargluggiÁ karmastykkjum og innanverðum póstum eru brúnir fræstar þannig að gluggarnir eru fallegri og nettari, en þeir fást einnig án skrautprófíls að innanverðu. Allar aðrar brúnir eru rúnaðar sem dregur úr hættu á skemmdum við flutning og ísetningu. Við málun myndast því heil filma sem slitnar ekki á skörpum brúnum.

Öll lárétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim og allir undirlistar eru með droparauf að neðan.

Hönnun ál undirlistans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Þá eru fræstar í öll karmastykki vatns- og vindraufar sem einnig eru sæti fyrir gluggalamir.

Ítarefni og tækniupplýsingar

Tækniupplýsingar (PDF skjöl):

Álgluggar og hurðir

BYKO býður upp á vandaðar álgluggalausnir frá nokkrum mismunandi framleiðendum í allar gerðir bygginga.

BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Meðal verkefna má nefna höfuðstöðvar Orkuveitunnar, Egilshöll, þjónustuskála Alþingis, Leifsstöð, Höfðaborg, Fjarðaál, Dalshraun 1-3, Korputorg, Kringluna og Smáralind, svo fáein dæmi séu nefnd.

AlthingiBYKO býður ýmsar álhurðalausnir svo sem handvirkar og sjálfvirkar rennihurðir, hringhurðir og hliðarfellihurðir ásamt fjölbreyttu úrvali opnunar- og hurðabúnaðar með álgluggum og hurðum. 

Margar glergerðir eru í boði, t.d. einangrunargler, sólvarnargler, öryggisgler og fleiri.

Stálgluggar og hurðir

StalhurdirHugmyndir fólks um stálhurðir hafa breyst þó nokkuð á síðustu árum. Í dag eru stálgluggar og hurðir álitlegur kostur og hægt er að velja um ótal yfirborðsmeðferðir sem verja fyrir veðrum og vindum, ásamt því að gefa þeim það útlit sem kosið er.

Duftlökkun ver stálið vel og gefur því glæsilegt útlit sem á heima hvar sem er. Því er stálið alls ekki síðri kostur en álið og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til kostnaðar.

Stálgluggarnir og hurðirnar sem BYKO býður upp á eru frá DoorDec. Þetta er hágæðavara sem smíðuð er eftir málum.

Starfsmenn okkar veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.

Stálhurðirnar og gluggarnir eru vottaðir og uppfylla allar kröfur byggingarreglugerðar.

Stálgluggar og hurðir frá okkur eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Actavis, íþróttahúsinu Ásgarði og Arion banka á Bíldshöfða

Ítarefni:

Gler

KringlanGler er ekki bara gler. Oft þarf aukið öryggi og þol í glerið þegar halda þarf hlutum, óhljóði eða hreinlega fólki fyrir utan. Einnig er útlit oft stór þáttur sem og að ganga úr skugga um að veðrið geri inniveruna ekki óþolandi sökum of mikils hita, sólar eða kulda. Allt þetta þarf að íhuga þegar gler er valið. Við veitum ráðgjöf og upplýsingar um rétt val á gleri fyrir þitt verkefni.

Við erum í samstarfi við fjölda glerbirgja um allan heim og getum því boðið viðskiptavinum okkar flestar gerðir glerja. Þar má nefna einangrunargler, sólvarnargler, eldvarnargler, öryggisgler, hljóðdeyfigler, litað gler og meira að segja skothelt gler.

Gler frá BYKO er meðal annars notað í hjúkrunarheimilinu Eir, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, höfuðstöðvum Actavis og Vistor Garðabæ.

Glerið okkar er með CE vottun og allar aðrar vottanir sem uppfylla reglugerðir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica