Innréttingar í gripahús
Fjósainnréttingar
BYKO býður nú innréttingar í fjós í samstarfi við Spinder í Hollandi. Í meira en 40 ár hefur Spinder verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á fjósainnréttingum. Allar vörur eru hannaðar og prófaðar með ströngustu gæðakröfur í huga og miða að velferð bæði dýra og manna.
Áralöng reynsla Spinder hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútíma fjósa. Með vali á yfir 2000 vöruhlutum, býður Spinder upp á heildstæða lausn fyrir bændur. Þetta þýðir að hvert hús og hvert verkefni hefur sína sértæku lausn.
Stíur, jötugrindur og milligerðir eru afgreiddar í mörgum stærðum og gerðum.
Hér er tengill á heimasíðu Spinder
Steinristar í gripahús
Swaans Beton hefur í meira en hálfa öld framleitt gólflausnir fyrir allar gerðir gripahúsa og er leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og framleiðslu gólfa í gripahús.
Steinristarnar frá Swaans Beton eru framleiddar í nútíma verksmiðjum í Heeze og Weert í Hollandi undir ströngu gæðaeftirliti og í samræmi við reglugerðir.
Hönnun gólfa tekur mið af miklu burðaþoli, stömu og slitsterku yfirborði og auðveldri losun mykju og hlands.
Hér er tengill á heimasíðu Swaans Beton

Steni, níðsterkar veggklæðningar fyrir gripahús

Með Steni Agri veggkæðningum sem hannaðar eru sérstaklega fyrir landbúnað, færðu sterkt og viðhaldsfítt yfirborð sem mjög auðvelt er að halda hreinu, jafnvel með háþrýstiþvotti.
Veggklæðningarnar frá Steni eru þunnar og léttar en um leið gríðarlega sterkar, raka-og vatnsheldar og þola miklar hitabreytingar (eru frostþolnar). Steni Agri veggklæðningar eru með 25 ára framleiðsluábyrgð.
Plöturnar eru framleiddar með fjölliða trefjaglersblöndu og hafa slétt og slitsterkt yfirborð úr 100% leysiefnalausu akríl.
Steni Agri veggklæðningar eru tilvaldar fyrir allar gerðir landbúnaðarbygginga þar sem þörf er á sterku yfirborði innveggja sem auðvelt er að þrífa og háþrýstiþvo.
Hér er tengill á vefsíðu Steni
Fáðu nánari upplýsingar:
Halldór Þ.W. Kristinsson Sölumaður halldorthor@byko.is 515 4187 821 4186 |