• Rammahús BYKO

Rammahús

Heilsárshús, sumarhús og gistihús

Nú er auðveldara að byggja timburhús fyrir margs konar starfsemi, s.s. frístundahús, ferðaþjónustuhús, íbúðarhús, veiðihús, sjálfstæðar kennslustofur o.m.fl.

Rammahús BYKO eru hönnuð í samræmi við íslenska byggingareglugerð og er hönnuður þeirra, Magnús H. Ólafsson arkitekt, faí, hjá Markstofu ehf, mjög reyndur hönnuður á sviði verksmiðjuframleiddra húsa.

Rammahúsin eru framleidd eftir ströngustu gæðakröfum sem gerðar eru til bygginga timburhúsa á Íslandi.

Allt efni sem BYKO LAT notar við framleiðslu húseininga og Ramma í Rammahús er gæðavottað samkvæmt íslenskum og evrópskum stöðlum, sjá nánar á  www.byko.lv/en/certificates.

Á haustdögum 2016 hafa verið byggð 125 Rammahús víðsvegar um landið, allt frá 7m² golfvallarsnyrtingu að 343m² leikskóla.

Innifalið í efnispökkum BYKO er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess ásamt afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Raflagna- og pípulagnateikningar eru ekki innifaldar.

Þegar viðskiptavinur hefur skilað inn afstöðumynd af lóð og ósk um stærð húss og nýtingu mun arkitekt koma með tillögu, í samráði við viðskiptavin, sem rúmast innan ákvæða deiliskipulags. Endurskoðun á upphaflegu tillögunni er innifalin í verði. Semja þarf þó sérstaklega um vinnu vegna umfangsmikillar hönnunar að mati arkitekts.

Nánari upplýsingar veita sölumenn timburverslunar BYKO í síma 515-4000 eða með tölvupósti á serlausnir@byko.is.

Ítarefni:

Rammahús:

Rammahús BYKO

Rammahús BYKO í byggingu


Þetta vefsvæði byggir á Eplica