• Bilskhurd

Bílskúrs- og iðnaðarhurðir

Fyrir íslenskar aðstæður

Endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda. Vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggir viðhaldsfría endingu árum saman.

Grunnlitur hurðanna er hvítur (RAL9016) en hægt er að sérpanta þær í öllum litum RAL–litakortsins. Enn fremur er hægt að fá hurðirnar með ýmsum viðaráferðum.

Auðvelt er að opna hurðirnar með handafli og einnig er hægt að tengja bílskúrshurðaopnara við þær. Bílskúrshurðirnar eru með klemmivörn og möguleiki á að fá fallvarnarbúnað sem tryggir að þær falli ekki þó að vír slitni eða gormur brotni. Brautarkerfi hurðanna eru slitsterk og þolir vel íslenskt veðurfar. Hurðaflekarnir renna á brautum sem fara upp fyrir efstu brún dyra­opsins þannig að hæð þess nýtist að fullu. Öflugir gúmmílistar tryggja þétta lokun og vörn gegn vatni og vindi.

Ítarefni:

MotorLift ML700 bílskúrshurðaopnari (PDF skjöl):

TL bílskúrshurðir - Uppsetning

Ryternar R40 - Uppsetning


Þetta vefsvæði byggir á Eplica