Leigumarkaður

Við höfum lagt metnað okkar í það að vera fyrsti kostur fyrir einstaklinga, verktaka, fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að því að leigja áhöld og tæki.

Leigumarkaður fluttur yfir götuna

Skoðaðu bæklinginn hér

Skoða verðlistann hér

Leigumarkaður Breidd

Opnunartími:

 • Virka daga 08:00 - 17:00
 • Laugardaga 10:00 - 16:00
 • Sunnudaga Lokað

 • Sími 515 4020
 • Aðalnetfang lm@lmleiga.is

Leigumarkaður Þórðarhöfða 4 - steypumót og vinnupallar

Opnunartími:

 • Virka daga 08:00 - 12:00
  13:00 - 17:00
 • Laugardaga Lokað
 • Sunnudaga Lokað

 • Sími 896 6060
 • Aðalnetfang lm@lmleiga.is

Kostir þess að leigja tæki hjá LM BYKO eru meðal annars:

 • Engin kostnaðarsöm fjárbinding
 • Enginn kostnaður vegna vinnutaps ef eigin vélar bila
 • Enginn afskriftarkostnaður
 • Engin þörf á geymsluplássi
 • Enginn viðgerðarkostnaður
 • Engin óáreiðanleg tæki sem sjaldan eru sett í gang
 • Engin umboðslaun þegar selja þarf tæki

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér alla skilmála tengda leigu á tækjum.

Skilatrygging

Allir viðskiptavinir þurfa að leggja fram skilatryggingu. Sú trygging þarf að vera gerð með kreditkorti, peningum eða viðskiptakorti BYKO þar sem reikningurinn er opinn.

Þrifagjald og slit á skurðarhlutum

Til að komast hjá þrifagjaldi er mælt með því að tækin komi jafnhrein til baka og þau voru við útleigu. Þrifagjald getur verið frá 1.000 - 15.000 kr., allt eftir því um hvaða tæki er að ræða. Þrifagjald leggst á við útleigu en er fellt niður að fullu ef tæki kemur jafnhreint til baka. Nokkur tæki, s.s. múrfræsarar, kjarnaborar, steinsagir o.fl., eru aldrei leigð út öðruvísi en að slitfletir séu mældir í millimetrum. Sömu slitfletir eru svo mældir aftur við skil á tæki og er slitgjald fundið út frá því.

Skil á tækjum og skilagjald

Hægt er að skila tækjum alls staðar þar sem Leigumarkaður BYKO hefur starfsstöð, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni. Ef tæki er ekki skilað á þeim stað þar sem útleiga fór fram þarf að greiða sérstakt skilagjald.

Afgreiðsla tækja

Skilríki

Starfsmenn Leigumarkaðar BYKO geta farið fram á framvísun skilríkja þegar tæki er tekið á leigu. Það er ekki nóg að framvísa viðskiptakorti BYKO eða kreditkorti, það gæti líka þurft að sýna skilríki s.s. ökuskírteini, vegabréf o.s.frv.

Samningur

Á samningnum koma fram allir skilmálar við leiguna. Rík áhersla er lögð á að viðskiptavinur passi vel upp á tækin fyrir okkur
á meðan þau eru í hans vörslu. Við samningsgerð þarf að gefa upp áætlaðan skilatíma. Hægt er að framlengja samninginn með einu símtali.

Fyrirspurnir

Gott er að fá fyrirspurnir og ábendingar sendar í tölvupósti á lm@byko.is en líka er hægt að hringja í síma 515 4020.

Landsbyggðarþjónusta

Nú er það þannig að mörg tæki og áhöld í þessum vörulista fást aðeins í Leigumarkaði BYKO í Breidd. Ef viðskiptavinir á landsbyggðinni óska eftir tæki hjá okkur sem ekki er til á Leigumarkaði í nærliggjandi BYKO verslun þá munum við senda tækið til viðskiptavinarins. Sama gildir um þá viðskiptavini sem eru staddir fjarri BYKO verslun. Viðskiptavinur þarf að greiða flutningskostnað en leigutími hefst ekki fyrr en tækið er komið til leigutaka og lýkur þegar tæki er komið aftur til leigusala. Óskir eða fyrirspurnir um að fá send tæki skal senda á lm@byko.is eða í síma 515 4020.

Tjónálag

Hægt er að komast hjá kostnaði sem verður vegna óviljandi tjóns á tæki þ.e. sem ekki má rekja beint til gáleysis eða kæruleysis leigutaka. Viðskiptavinur þarf að ákveða þegar hann tekur tæki á leigu hvort hann vilji tjónaálag. Við mælum með því að viðskiptavinir okkar nýti þennan kost þar sem það getur verið mikill kostnaður að greiða fyrir tæki sem reynist bilað eða ónothæft eftir leigu. Athugið að tjónaálag gildir ekki um slithluti svo sem borkrónum í kjarnaborum, borum eða sagarblöðum. Tjón sem verður á slíkum hlutum er alfarið á ábyrgð leigutaka. Tjónaálag gildir ekki ef tæki er stolið.

Lágmarksleigutími á þungavöru (vinnupallar, kranar, steypumót o.þ.h.) er 10 dagar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica