Lagnatæki og dælur

Snjóbræðslugrind:

Vnr. 97660083
Hálfur dagur: 1.500 kr
Heill dagur: 3.000 kr
Viðbótardagur: 1.500 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Þetta handhæga tæki er sett inn í plastslöngurúllu og síðan er einfalt að draga út lögnina og leggja niður í
bílaplanið eða gangstéttina. Það koma engin brot á slönguna og er því ekki hætta á leka.

Þyngd 15 kg

Pressutöng og fylgihlutir:

Vnr. 97682002-4/6-7/10
Handtöng, rafmagnstöng, rafhlöðutöng, pressukjaftur, yddari og hefill.

Ef leggja þarf nýjar lagnir í hús eða sumarbústað er þægilegt að nota „fittings“ þar sem þessi vél kemur
til sögunnar við að pressa „fittings“ á lagnirnar. Þetta er ótrúlega einfalt kerfi og það eru engar snittvélar
notaðar. Kjaftarnir í þessa vél passa líka fyrir önnur „pressfittings“kerfi. Það er bæði til pressutöng, fyrir rafmagn og rafhlöðu 12 V.

Afl 600 W / Straumur 230 V / 10 A / Þyngd 6 kg

Pressutöng, stór:

Vnr. 97682008
Hálfur dagur: 5.250kr
Heill dagur: 10.500 kr
Viðbótardagur: 5.250 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Þessi pressutöng er atvinnumannatæki og nýtist með kjaftasettinu í sérhæfða lagnavinnu

Kjaftasett fyrir stóra pressutöng:

Vnr. 97682009
Hálfur dagur: 3.900 kr
Heill dagur: 7.800 kr
Viðbótardagur: 3.900 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Kjaftasett á pressutöng.

Rörtöng - rörhald:

Vnr. 97662084
Hálfur dagur: 650 kr
Heill dagur: 1.300 kr
Viðbótardagur: 650 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Þessi rörtöng er það sem þarf ef allt er kolfast. Hún hefur öfluga kjafta sem grípa vel í rörin og allt losnar þetta á endanum. Rörhaldið er til að halda rörum ef verið er að snitta eða skrúfa á fittings.

Sverleiki 8” / Þyngd 2 kg

Beygjuvél:

Vnr. 97809009
Hálfur dagur: 3.450 kr
Heill dagur: 6.900 kr
Viðbótardagur: 3.450 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Þetta er nauðsynlegt tæki til að vinna með ef beygja þarf rör. Líklega beygjast rörin ekki eins vel í höndunum enda er hægt að ráða gráðunum nákvæmlega og útkoman er frábær. Þetta er handglussavél sem er mjög kröftug en jafnframt auðveld í meðförum.

Afl Handafl / Afköst 3/8” – 2” / Þyngd 72,6 kg

Handsnitti, rafmagns:

Vnr. 97662085
Hálfur dagur: 3.200 kr
Heill dagur: 6.400 kr
Viðbótardagur: 3.200 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Alveg frábært og handhægt snitttæki ef snitta á nokkur rör. Það er einfalt og þægilegt í notkun, gefur frábæra snittun en muna verður eftir snittolíunni því að hún er lykilatriðið fyrir góðu snitti og þá verður auðvelt að skrúfa allt saman.

Afl 1.600 W / Straumur 220 V / 16 A / Snittstærðir 3/8–1,1/4” / Þyngd 13 kg

Brunndæla:

Vnr. 97669022
Hálfur dagur: 3.200 kr
Heill dagur: 6.400 kr
Viðbótardagur: 3.200 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Hentugar dælur til að sjúga upp af gólfi því að þær skilja bara 1 mm eftir af vatni. Ef von er á að það flæði upp þá er mælt með að fengin sé dæla sem er útbúin með flotrofa. Hún fer þá í gang þegar vatnið er komið upp að vissu marki og slekkur síðan á sér þegar hún hefur klárað.

Afl 1,2 kw / Straumur 230 V / 16 A / Stærð 2” / Lítrar/mín. 350 / Þyngd 18 kg

Rörafrystir:

Vnr. 97662086
Hálfur dagur: 7.400 kr
Heill dagur: 14.800 kr
Viðbótardagur: 7.400 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Það er engin ástæða lengur til að tæma allar vatnsleiðslur ef gera þarf við lagnir eða færa þær til. Rörafrystinum er brugðið á rörin og síðan er fryst en það tekur um 1 klst að frysta 1 1/2“ rör. Tækið býr til í stappa sem lokar fyrir rennslið en þá er hægt að saga í sundur rörið. Passa verður upp á að taka tækið ekki af og slökkva ekki fyrr en búið er að lagfæra lögnina.

Afl 325 W / Straumur 230 V / 16 A / Afköst 2” rör (60 mm í koparrörum) / Þyngd 25,3 kg

Þrýstimælir fyrir lagnir:

Vnr. 97662088
Hálfur dagur: 1.600 kr
Heill dagur: 3.200 kr
Viðbótardagur: 1.600 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Ef nýbúið er að leggja lagnir er ekki hægt að komast hjá því að þrýstiprófa þær áður en vatni er hleypt á kerfið nema með því að taka óþarfa áhættu á að kerfið leki. Einnig er öruggara að þrýstiprófa eftir lagnaviðgerðir.

Handafl / Þrýstingur 60 bör / Tankur 12 l / Tengi R 1/2” / Þyngd 8 kg

Handsnitti:

Vnr. 97662083
Hálfur dagur: 1.200 kr
Heill dagur: 2.400 kr
Viðbótardagur: 1.200 kr
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Handsnittið er hentugt þegar ekki er verið að snitta mjög mikið og er því mest notað í smálagfæringar. Áhaldið er handknúið og lætur vel að stjórn. Það þarf alltaf að nota snittolíu þegar snittað er.

Snittstærðir 3/8–1,1/4” / Þyngd 8 kg

Þetta vefsvæði byggir á Eplica