Steypumót og tæki á athafnasvæði

Veggjamótakerfi frá Hünnebeck

Leigumarkaðurinn hefur til leigu og sölu steypumót frá Hünnebeck, hinum vel þekkta þýska steypumótaframleiðanda. Boðið er upp á kranamót, handflekamót og sökkulmót ásamt öllum þeim fylgihlutum sem með þarf. Verðlista fyrir veggjamót, hvort heldur til leigu eða sölu, er hægt að fá hjá LM BYKO. Verð á hvern m2 fer mjög mikið eftir því hvernig samsetningu efnisins er háttað. Mótapakki með hlutfallslega miklu magni af stórum flekum og færri fylgihlutum er ódýrari en mótapakki sem inniheldur mikið af litlum flekum, hornum og miklu magni af fylgihlutum.

Veggjamót, kranamót (Manto):

Vnr. 97700002
Leita þarf tilboða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Veggjamótin eru hentug fyrir verktaka sem vilja losna við að hafa áhyggjur af dýrri fjárfestingu í mótum sem erfitt er að finna geymslupláss fyrir þegar þau eru ekki í notkun. Mótin eru til í ýmsum stærðum og fylgja með ýmsar tegundir af fylgihlutum.

Skástífur:

Vnr. 97662095
Heill dagur: 28 kr/stk
Viðbótardagur: 28 kr/stk
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Skástífur sem henta vel fyrir steypuveggeiningar og mót.

Hæð 2,6–4,8 m

Veggjamót, handflekamót og sökkulmót:

Vnr. 97700001
Leita þarf tilboða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Handflekamótin henta vel fyrir þá sem eru ekki útbúnir með krana enda eru stærstu mótin aðeins 76 kg.

Loftamótakerfi frá Hünnebeck

Leigumarkaður BYKO hefur til sölu loftamót frá Hünnebeck. Loftamótin eru úr áli og eru létt og meðfærileg. Hraði við undirslátt eykst til muna við notkun þessara móta. Einnig hefur LM BYKO til leigu og sölu loftastoðir ásamt mótabitum til leigu.

Loftamót:

Vnr. 97700003
Leita þarf tilboða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Loftamótin þykja mjög hentug þar sem reynslan af þeim sýnir að byggingartími styttist verulega og öll vinna verður léttari.

Súlumót:

Vnr. 97700005
Leita þarf tilboða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

LM BYKO býður nú einnig hringlaga súlumót sem eru bæði mjög sterk og mjög fljótleg að vinna með. Áferð steypunnar verður frábær.

Loftastoðir og þrífætur:

Vnr. 97662093/4 (þykkar/þunnar stoðir)
Heill dagur (viðbótardagur): 28/16 kr/stk
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Vnr. 97662096
Heill dagur (viðbótardagur): 28 kr/stk
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Hægt er að leigja/kaupa bæði þykkar og þunnar loftastoðir. Þær eru leigðar á verði pr. stykki pr. dag. Þrífætur eru nauðsynlegir þegar verið er að byrja undirslátt. Þrífætur eru leigðir sérstaklega.

Hæð 1,75–3,0 m, 2,0–3,5 m og 2,6–4,5 m

Undirsláttarturnar:

Vnr. 97700007
Leita þarf tilboða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Turnarnir eru hentugir þar sem lofthæð er mikil eða þar sem undirstöður þurfa að vera sérstaklega burðarmiklar.

Mótabitar og gafflar:

Vnr. 97703003 mótabitar
Heill dagur (viðbótardagur): 7 kr/lm
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Vnr. 97662096 gafflar
Heill dagur (viðbótardagur): 16 kr/stk
Við gefum tilboð í langtímaleigu

Mótabitar eru leigðir á verði á hvern lengdarmetra fyrir hvern dag. Gafflarnir eru leigðir á verði pr. stykki pr. dag.

Lengdir 2,5/2,9 og 3,9 m

Öryggishandrið:

Vnr. 97700009
Verðlisti er fyrirliggjandi hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Sívaxandi kröfur eru gerðar til öryggis á vinnustöðum. LM BYKO býður öryggishandrið til sölu. Þessi gerð öryggishandriða hefur nú þegar náð mikilli útbreiðslu hér á landi.

Vinnustaðagirðingar:

Vnr. 97700010
Verðlisti er fyrirliggjandi hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Vinnustaðagirðingarnar eru 3,5 m að lengd og 2 m að hæð. Þær henta vel til að girða af vinnustaði þar sem verklegar framkvæmdir standa yfir. Einnig er algengt að nota þær til að girða af svæði þar sem ýmsir viðburðir fara fram s.s. kappleikir, skemmtanir o.fl.

Steinar fyrir vinnustaðagirðingar:

Vnr. 97700011
Verðlisti er fyrirliggjandi hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Steinarnir fylgja með vinnustaðagirðingunum og eru nauðsynlegar undirstöður fyrir þær.

Byggingakranar:

Verðlisti er fyrirliggjandi hjá starfsmönnum Leigumarkaðar.

Úrvalið hjá LM BYKO hefur aukist gífurlega á síðustu árum og stöðugt bætist við tækjaflóruna. Leiga á byggingakrönum er ein af þeim nýjungum sem LM BYKO býður nú byggingaverktökum og húsbyggjendum. LM BYKO leggur metnað sinn í að veita heildarþjónustu þegar kemur að leigu á tækjum og tólum til hvers kyns framkvæmda. LM BYKO er í stöðugri þróun og því eru hvers kyns ábendingar um nýjungar í tækjaflóruna vel þegnar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica