• Gipsplotur

Gipsplötur

Gipsplötur hafa hafa marga kosti umfram spónaplötur, þær eru léttari og meðfærilegri og auðvelt er að sníða þær og setja upp. Auk þess eru þær mun brunaþolnari en spónaplötur.

Hins vegar þolir gipsplatan vætu verr en spónaplatan og henni fylgja meiri óhreinindi við vinnslu. Annar ókostur er sá að venjuleg gipsplata þolir ekki mikinn þunga og ef fyrirséð er að hengja eigi þyngri hluti á vegg er ráðlegast að hafa spónaplötu undir til þess að fá nægilega festu.

Algengast er að sett sé tvöfalt lag af gipsi í milliveggi eða spónaplata á bak við gipsplötuna til styrkingar. 

Venjuleg gipsplata þolir raka illa og hentar ekki á baðherbergi eða önnur herbergi þar sem mikill raki er. Sérstakar harðgipsplötur eru notaðar í votrými sem bæði eru trefjastyrktar og rakavarðar.

Yfirborð og áferð gipsins er þannig að það auðveldar bæði málun og flísalögn, enda er einfaldara að líma á gips en spón af því að yfirborðið er sléttara.

  • Vnr. 0172125/26/27/30 - Standard gipsplötur, notaðar innandyra, þola illa raka. Stærðir 1200x2530 / 2600 / 2700 / 3000 mm.
  • Vnr. 0172120 - Ergolite gipsplötur henta alls staðar þar sem hægt er að nota standard gipsplötur. Þær eru styrktar með glertrefjum en með nýrri framleiðsluaðferð er hún 25% léttari á hvern fermetra en standard gipsplötur frá Gyproc í sömu þykkt. Stærð 900x2700 mm.
  • Vnr. 0172148 - Votrúmsgips með trefjum, notaðar á baðherbergjum og þvottahúsum. Stærð 900x2600 mm.
  • Vnr. 0172150/52 - Votrúmsgips án trefja, notaðar á baðherbergjum og þvottahúsum. Stærðir 1200x2600 / 3000 mm.
  • Vnr. 0172167/68 - Harðgips með trefjum, notaðar þar sem gerðar eru kröfur um mikinn styrk. Stærðir 1200x2700 / 3000 mm.
  • Vnr. 0172157 - Útigips, notaðar utandyra. Sílikon í pappanum og ekki hægt að mála. Stærð 1200x2700 mm.
  • Vnr. 0172172 - Protect gips, notaðar þar sem gerðar eru kröfur um auknar brunavarnir. Stærð 1200x3000 mm.
  • Vnr. 0172174 - Planum gips, loftagips (standard gipsplötur). Spartlraufar á öllum endum.  Stærð 1200x2400 mm.

Upplýsingar:


  1. Gipsplötur í vefverslun BYKO
  2. Gyproc handbók - bæklingalesari

Þetta vefsvæði byggir á Eplica