• Krossvidur

Krossviður

Krossviður er búinn til úr hringskornum eða flatskornum spæni. Plöturnar eru límdar saman út frá miðlaginu og eru lögin límd þvert á hvert annað.

Krossviður er notaður í burðarvirki jafnt og til almennra nota í byggingum.

Krossvið er hægt að verja gegn veðrun og fúa eins og annað timburefni.

Krossviður er venjulega framleiddur með rakaþolnu lími og eru plöturnar því rakaþolnar en ekki vatnsþolnar. Mótakrossviður er þó vatnsþolinn enda er hann varinn sérstaklega.

Brunaþol krossviðar er það sama og hjá gegnheilum viði. Brunaþol 10 mm platna er um 15 mínútur og 19 mm platna um 30 mínútur.

Hljóðeinangrun krossviðar er sú sama og annars plötuefnis úr timbri. Krossviður gefur góðan hljómburð sem veggklæðning eða þakklæðning.

BYKO selur helst krossvið úr furu, greni og birki og er hann flokkaður eftir útliti. Framhlið getur haft aðra gæðamerkingu en bakhlið.

  • B/BB - Aðalhlið ekki sponsuð en bakhlið sponsuð
  • BB/WG  og  BB/CP - Aðalhlið er sponsuð en bakhlið með kvistagötum
  • CX/CX  III/III  C+/C+  og  CCX - Enginn munur er á hliðum, ekki gert við kvistagöt

Krossviðarverðlisti

Misjafnt er hve mörg lög eru í krossvið eftir þykkt og tegund:

Grenikrossviður

5 mm = 3 lög 
6 mm = 3 lög  
9 mm = 5 lög 
12 mm = 7 lög 
15 mm = 9 lög 
18 mm = 11 lög 
21 mm = 13 lög

01526xx og  01529xx   

9 mm =  3 lög 
12 mm = 5 lög 
15 mm = 5 lög  
18 mm = 7 lög  
21 mm = 7 lög

01527xx   

12 MM = 4 lög 
15 mm = 4 lög

Þakkrossviður

16 mm =  9 lög 
18 mm = 11 lög 
21 mm = 13 lög

Birki- og mótakrossviður

4 mm = 3 Lög  
6 mm = 3 Lög
9 mm = 5 lög
12 mm = 7 lög
15 mm = 9 lög
18 mm = 11 lög
21 mm = 13 lög
24 mm = 15 lög
27 mm = 17 lög

Rásaður krossviður

9 mm = 5 Lög  
11 mm = 7 Lög  
12 mm = 7 Lög 
10 mm = 5 lög


Þetta vefsvæði byggir á Eplica