• Profilar

Stálprófílar

Þegar milliveggir eru reistir er annað hvort notað grindarefni úr timbri eða stálprófílar. BYKO selur leiðara og stoðir úr stáli fyrir milliveggi í fjórum mismunandi breiddum, þ.e. 45, 70, 95 og 120 mm.

Uppsetning milliveggja með stálprófílum er mjög þægileg. Stoðirnar falla í leiðarana á einfaldan hátt með 60 cm millibili og einfalt er að stytta prófílana með járnklippum eða sög.

Framleidd er 60 cm breið steinull sem notuð er í milliveggi með stálprófílum.

Í vöruskrá BYKO eru leiðarar merktir í vöruheiti með bókstöfunum SK og stoðirnar með bókstafnum R. Hægt er að fá leiðara með álímdum filtborða og eru þeir merktir SKP. Stálprófílarnir koma í nokkrum lengdum, sem listaðar eru hér fyrir neðan, og eru seldir í stykkjavís.

Leiðarar (SK):

 • 45 mm - 3,6m
 • 70 mm - 2,3 m / 3,6 m
 • 95 mm - 3,6 m
 • 120 mm - 3,6 mm

Leiðarar með filti (SKP):

 • 45 mm - 3,6 m
 • 70 mm - 3,6 m
 • 95 mm - 3,6 m

Stoðir (R):

 • 45 mm - 2,7 m / 5,2 m
 • 70 mm - 2,6 m / 3,0 m / 3,6 m / 4,5 m / 6,0 m
 • 95 mm - 2,6 m / 3,0 m / 3,6 m / 6,0 m
 • 120 mm - 6,0 m

Upplýsingar:


 1. Stálprófílar í vefverslun BYKO

Þetta vefsvæði byggir á Eplica