Þakjárn

Límtré-Vírnet

BYKO selur þakstál frá Límtré-Vírnet sem er íslenskt iðnfyrirtæki með áratuga starfsreynslu.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss.

Bárustál er selt í þeim lengdum sem viðskiptavinir kjósa og hægt er að velja milli þess að fá stálið aluzinkhúðað, galvaniserað eða litað.

Límtré-Vírnet framleiðir alla fylgihluti með stálinu s.s.  flasningar, skotrennur og kili. Hægt er að sérpanta aukahluti eða kaupa staðlaða framleiðslu.

Sölumenn BYKO veita þér faglega ráðgjöf um efnisval og útfærslur.

Stallað þakstál

Þakskífukerfi frá sænska framleiðandanum ArcellorMittal er byggt á stálskífum með klassíska lögun stallaðs stáls og hentar á flestar gerðir af þökum. Að öllu jöfnu er notast við staðlaðar stærðir og þær látnar skarast eftir þörfum. Stallaða stálið er hægt að klæða ofan á ýmiss konar undirlag sem finnst á hefðbundnum þökum.

Decra

DecraDecra frá Icopal er sterkasta þakskífuefni sem Danir bjóða upp á. Skífurnar eru úr stáli og aluzinkhúðaðar en auk þess eru þær ýmist húðaðar með keramiklituðum steinsalla eða innbrenndu höggþolnu duftlakki. Framleiðsluaðferðin tryggir langa endingu og sérlega góða litheldni.

Decra þakskífurnar eru sterkar og endingargóðar en engu að síður mjög léttar. Þess vegna er oft hægt að leggja þær beint ofan á fyrirliggjandi eldra þakefni. Þannig má spara sér mikla vinnu sem ella færi í að fjarlægja þakklæðninguna sem fyrir er.

Decra þakskífurnar eru mjög hljóðeinangrandi. Decra Elegance skífurnar eru með sérstaka hljóðeinangrun sem framleidd er undir einkaleyfi.

Upplýsingar:


  1. Límtré-Vírnet þakstál
  2. Decra þakskífur á heimasíðu Icopal
  3. Stallað stál frá ArchellorMittal (Solstad)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica