• IcopalThakrennur

Þakrennur

Plastrennur

Plastþakrennurnar frá Icopal hafa fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þær eru mjög vandaðar og sterkar. Uppsetning á rennunum er mjög einföld og þægileg. Engin þörf er á lími eða kítti á samskeytum. Á lager eru þrír litir, hvítur, ljósgrár og dökkgrár. Plastrennurnar eru 4 tommu breiðar (100 mm) og rörin eru 3 tommur í þvermál (75 mm).

Litaðar stálrennur

Litaðar Lindab rennur frá Límtré-Vírnet eru heitgalvaniseraðar og húðaðar með polyesterhúð sem tryggir styrk og langa endingu.  Mikið úrval fylgihluta er í boði sem tryggir fljótlega og auðvelda uppsetningu. Þakrennur eru í 4 metra lengjum og fást 100 mm breidd. Niðurfallsrörin eru 75 mm í 3 metra lengjum. Í boði eru 6 litir, þ.e. hvítur, svartur, rauður, brúnn, járngrár og silver metallic.

Ítarefni:

Birgjatenglar:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica