• timburvinnsla

Timbursala BYKO

Timbur er án efa það efni sem mest hefur verið notað til húsbygginga í áranna rás í Norður-Evrópu og höfum við stöðugt verið að þróa aðferðir til að kalla fram bestu eiginleika timburs.

Timbur má nota til allra þátta bygginga, t.d. í burðarvirki, klæðningar, innréttingar, gólfklæðningar og víðar. Í öllum tilfellum er nauðsynlegt að þekkja hvernig timbrið hagar sér við mismunandi aðstæður.

Timburvinnsla BYKO fer núorðið alfarið fram í timburverksmiðjum fyrirtækisins í Lettlandi, BYKO-LAT. Vinnslan fer fram undir sérstöku eftirliti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Burðarviður T1

Burðarviður er heflað timbur sem er sérstaklega valið og síðan þurrkað til að ná tilskyldum styrktarflokki. Samkvæmt byggingareglugerð verður að nota styrkflokkað timbur í íslenskum húsum.

Stærðir:

 • 45 x 95 / 120 / 145 / 195 / 220 / 245 mm
 • 70 x 195 / 220 mm

Gagnvarið timbur

Gagnvarið timbur er meðhöndlað með söltum og olíum til að auka mótstöðu þess gegn lífrænum efnum og lífverum, eins og fúasveppum og skordýrum, sem brjóta timbrið niður.

Stærðir:

 • 10 x 45 mm
 • 22 x 34 / 45 / 58 / 70 / 95 / 120 / 145 mm
 • 27 x 45 / 70 / 95 / 120 mm
 • 34 x 45 / 70 / 95 / 120 / 145 mm
 • 45 x 45 / 70 / 95 / 120 / 145 / 195 / 220 mm
 • 70 x 70 mm
 • 95 x 95 mm

Grindarefni

BYKO býður mikið úrval af alhefluðu húsþurru timbri sem nýtist vel innanhúss. Þurrkun minnkar líkur á því að timbrið vindi upp á sig. Einnig eykst styrkleiki timbursins þegar rakinn minnkar.

Stærðir:

 • 16 x 55 mm
 • 20 x 20 mm
 • 21 x 34 / 45 / 58 / 70 / 95 / 120 / 145 / 170 / 195 mm
 • 28 x 58 / 95
 • 34 x 45 / 70 / 95 / 120 / 145 mm
 • 45 x 45 / 70 mm
 • 95 x 95 mm

Óheflað byggingatimbur

Að mestu notað í uppslátt og þakklæðningu og fellur í svo kallaðan 5. eða 6. flokk timburs, þ.e. lakari gæði en t.d. burðarviður eða grindarefni.

Stærðir:

 • 25 x 25 / 46 / 100 / 125 / 150 mm
 • 32 x 100 mm
 • 38 x 100 / 150 mm
 • 47 x 100 mm
 • 100 x 100 mm
 • 125 x 125 mm
 • 150 x 150 mm
 • 200 x 200 mm

Uppsetningarleiðbeiningar fyrir EasyPlank+, Nordic Deck og Cosmo Deck (plastpallaefni)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica