Ráðgjöf - garðurinn og pallurinn

Landslagsarkitekt Björn Jóhannsson

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf vegna framkvæmda í garðinum í sumar.

45 mínútna ráðgjöf kostar 9.995 kr.
Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er pallaefni hjá okkur.

Viðskiptavinurinn fær útlitsmynd senda samdægurs eftir tímann og síðan málsettar teikningar ásamt þrívíðum sjónarhornum uþb viku síðar. 

Til að ráðgjöfin nýtist sem best þarf að hafa með:

 • Grunnmynd af húsi og lóð í kvarðanum 1:100 (ekki smækkað afrit)
 • Útlitsteikningu af húsinu
 • Afstöðumynd lóðar í kvarðanum 1:500 (er oft á sömu teikningu og grunnmyndin)
 • Ljósmyndir sem sýna lóð og hús, sérstaklega svæðið sem á að hanna.
 • Stuttan lista yfir helstu óskir (t.d. heitan pott, geymslu, grill, bekki, skjólgirðingar, gosbrunn o.s.frv.)

Hægt er að mæta með gögnin á usb kubb eða útprentuð. 
Það má gjarnan senda teikningarnar, ljósmyndir og óskalistann á landslagsarkitekt@byko.is fyrir bókaðan tíma svo tíminn nýtist sem best.


Skráning á netfangið gardurinn@byko.is eða í síma 515-4144

Dagar sem Björn verður hjá okkur:

 • Fimmtudagur 12. apríl
 • Mánudagur 16. apríl
 • Þriðjudagur 17. apríl

 • Föstudagur 4. maí
 • Laugardagur 5. maí

 • Föstudagur 11. maí
 • Laugardagur 12. maí

 • Fimmtudagur 31. maí
 • Föstudagur 1. júní
 • Laugardagur 2. júní

Reiknaðu út kostnað við pallinn og girðinguna

Teikningar í þrívídd:

       

   

Fáðu innblástur


Þetta vefsvæði byggir á Eplica