Uppsetning, viðhald og umhirða
Hér förum við yfir góð ráð bæði fyrir val á gluggum og hurðum og viðhaldi.

Uppsetning, viðhald og umhirða glugga og hurða

  • Best er að setja glugga og hurðir upp fullfrágengna þegar húsið er tilbúið undir tréverk, þar sem raka- og hitastig hefur mikil áhrif á timbur og því skiptir rakastig á geymslustað einnig gífurlegu máli.
  • Viðhaldstíðni glugga og hurða fer eftir notkun og aðstæðum, hversu mikið mæðir á þeim, sól, rigningu og almennri veðrun. Mælt er með því að bera á olíuborna glugga að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári.
  • Endurmálun glugga og hurða fer einnig eftir því hversu mikið mæðir á viðnum. Skrár og lamir þarfnast enn fremur viðhalds og þarf að smyrja, með sýrulausri olíu eða feiti, eftir þörfum eða minnst tvisvar á ári.

Val á innihurðum

Við val, kaup og uppsetningu á innihurðum getur þú leitað ráða hjá fagmönnum í hurðadeild BYKO. Þú þarft þó að hafa nokkur mikilvæg atriði á reiðum höndum áður en þú kemur til okkar.

  • Mælingar. Þú þarft að vita nákvæmlega veggþykktina og mæla breidd og hæð á hurðaropinu.
  • Vinstri eða hægri? Þú þarft að ákveða hvort um vinstri eða hægri hurðaropnun er að ræða. Þá er miðað við að staðið sé fyrir innan hurðina og horft á hvorum megin lömin sé.
  • Útlit. Við val á útliti hurðanna er ágætt að taka mið af því að nota aðeins eina viðartegund í íbúðinni/húsinu og hafa þá innréttingar, fataskápa, parketgólf og hurðirnar eins.

BYKO býður einnig eldvarnarhurðir og hurðir fyrir gluggaísetningar.

Glugga- og hurðagæði

Í apríl árið 1996 varð breyting á byggingareglugerð sem ætti að koma nýjum húsnæðiseigendum til góða. Breytingin er sú að í grein 3.4.9.1 stendur m.a.:

Byggingareining (húseining, húshluti, byggingarhluti,) sem framleidd er í verksmiðju eða á verkstæði og ætlað er ákveðið sérhæft hlutverk í byggingu skal ávallt bera vottun skv. ákvæðum í gr. 7.03."

Þetta þýðir að framleiðendur glugga og hurða skulu staðfesta fyrir kaupanda með vottorði frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins að gluggarnir sem þeir eru að selja, uppfylli tilskyldar kröfur. Þetta er gæðaeftirlit sem tryggir að óvönduð framleiðsla á gluggum og hurðum heyri sögunni til.

Þar til reglugerðinni var breytt gat hver sem er smíðað glugga og hurðir og selt í byggingar án þess að nokkur trygging væri fyrir því að gluggarnir stæðust íslenskt veðurfar og þess vegna búa margir húsnæðiseigendur yfir biturri reynslu af óþéttum og illa smíðuðum gluggum sem hafa valdið þeim tjóni og leiðindum.

Húsbyggjendur sem eru að leita tilboða í glugga og hurðir ættu því að kanna strax í upphafi hvort framleiðendur geti framvísað slíku vottorði því annars er hætta á að kaupandi sitji uppi með glugga og hurðir sem ekki má setja í bygginguna. Hinir sem eru að kaupa húsnæði sem byggð eru eftir apríl 1996 ættu að kynna sér hvort slík vottorð liggi fyrir hjá byggingafulltrúa og geta með því verið vissir um hvort þessir hlutar byggingar séu í góðu lagi.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.