Heimilið þitt - litirnir þínir
Litur setur sterkan svip á hvert rými fyrir sig og mikilvægt að velja liti og tegund málningar sem henta hverjum aðstæðum fyrir sig. Hvernig stemningu viltu skapa í þínu rými?

Litur nóvembermánaðar - Folda

Ritstjórn Húsa og híbýla velur lit mánaðarins.

Nú þegar haustlægðirnar eru farnar að banka á glugga landsmanna er ekki úr vegi að gera heimilið notalegt og hlýlegt með málningu. Dökkir litir á veggi geta gert umhverfið afar notalegt og því völdum við moldarbrúnan tón sem lit nóvembermánaðar og höfum gefið honum nafnið Folda. Þótt liturinn sé vissulega brúnn þá er hann samt með ögn af fjólubláum tóni sem minnir svolítið á eggaldin en tónninn sést misvel eftir því hvernig ljósið fellur á hann. Við teljum að Folda henti einstaklega vel í stofuna, borðstofuna eða í sjónvarpsherbergið en einnig er liturinn tilvalinn í svefnherbergi.

Aðrir litir sem fara vel með Foldu eru t.d. hvítur, ljósbrúnn og svartur en einnig er gull og kopar einstaklega fallegt með litnum, t.d. gylltir og svartir myndarammar henta vel á og við veggi með litnum, svo og ljós strá og grænar plöntur. Appelsínugulir tónar og koparbrúnir litir fara líka vel með Foldu. En eins og alltaf er með liti þá er gaman að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og prófa sig áfram.

 

Skoðaðu liti síðustu mánaða hér neðar á síðunni

Nokkur góð ráð

Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu?

Hvort sem þú færð hugmyndir frá nýjustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn er mikilvægast að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu? Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil eða rólegri og svalari liti þar sem á að slappa af. Ljósir litir gera það að verkum að herbergið virðist stærra en dökkir litir leiðir til hins gagnstæða. 

Í hvaða átt snýr rýmið?

Gott er að hafa í huga hver stefna herbergisins er áður en þú velur liti. Herbergi sem snúa í norður fá aukna sól og hlýju með ljósum gulgrænum, gulum og rauðgulum litum. Í herbergi sem snúa í suður má velja svalari liti eins og blátt eða grænt sem veita herberginu meiri ferskleika.

Hvað annað er í rýminu?

Auk þess má hafa í huga hvað er þegar í herberginu. Múrsteypa, stál og margvíslegar viðartegundir gefa herberginu svipmót. Húsgögn geta líka sett sinn svip á herbergið og þá er gott að velja liti sem ekki eru að berjast um athyglina. 

Litur mánaðarins

Hér sjáum við þá liti sem hafa verið fyrir valinu sl. mánuði. Litirnir fást í öllum verslunum BYKO auk þess sem hægt er að skoða litakort og fá ráðgjöf á staðnum. Einnig mælum við með því að kíkja á góðu ráðin hér neðar á síðunni.

Litakort

Góðir punktar frá litabarnum

Gljástig

Spurt og svarað

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.