HÓLF & GÓLF

BYKO Breiddinni

 

Valvara er samheiti yfir ýmsar mikilvægar vörur sem bæði fegra heimilið og gera að þínu. Þar á meðal er parket, flísar, baðinnréttingar, innihurðir, hreinlætistæki, baðplötur og borðplötur. 

Við erum í fararbroddi hvað varðar verð, gæði og þjónustu. Við erum með mikið magn af lagervöru sem einfaldar þínar framkvæmdir en einnig bjóðum við upp á margs konar sérpantanir.

Verktakar - arkitektar - einstaklingar

Við leggjum mikinn metnað í góða þjónustu. Við bjóðum alla velkomna, verktaka, arkitekta og einstaklinga. Starfsfólk okkar er fagfólk sem þjónar ykkur og leiðir ykkur um stóran og glæsilegan sýningarsal sem hólfaður er frá öðrum deildum í Breiddinni. Þú getur því notið þess að skoða sýnishorn í ró og næði og valið þinn stíl við bestu aðstæður. Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót, við erum jafnframt með setustofu þar sem þú getur flett bæklingum og fengið góða ráðgjöf.

Fáðu stílista til að teikna upp þínar hugmyndir

Ásta er stílisti og ráðgjafi með mikla reynslu. Hún fer með þér yfir þínar hugmyndir og getur jafnframt útbúið teikningar fyrir þitt rými úr þrívíddarforriti. Baðherbergisteikning kostar 5.000 kr. og eldhústeikning 10.000 kr. en sú upphæð nýtist þegar keyptar eru vörur í BYKO. 

Merkin

Við erum með merki sem hafa margsannað sig í gegnum tíðina, t.d. Gustavsberg, Villeroy & Boch, Duravit, Svedbergs, Steirer, E-Stone, Krono Original, Herholz, Damixa, Grohe og önnur gæðamerki sem mörg hver hafa fylgt okkur í áratugi. Úrval okkar spannar alla verðflokka og þú finnur því alltaf eitthvað hjá okkur til þess að bæta heimili þitt.

Saga Hólf & Gólf

BYKO opnaði fyrst deild undir nafninu Hólf & Gólf í mars 1991 í kjallara eldri verslunarinnar í Breiddinni þar sem nú er Leigumarkaður og Lagnaverslun. Í september 2015 opnuðum við nýja og glæsilega valvörudeild undir sama gamla nafni í stórverslun okkar í Breiddinni.

Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót. Hlökkum til að fá þig í heimsókn!

Starfsmenn:


Ólafur Guðjón Haraldsson

Gólfefni
Svæðisstjóri
olafurg@byko.is
515 4222


Ásta Sigurðardóttir

Ráðgjafi-stílisti
Sölumaður
astas@byko.is
515 4220
821 4143

Júlíus Haraldsson

Gólfefni
Sölumaður
julius@byko.is
515 4229
821 4228

Gylfi Þ. Sigurpálsson

Hreinlætistæki
Svæðisstjóri
gylfi@byko.is
515 4226
821 4069

Kristján Birgisson
 
Hreinlætistæki
Sölumaður
kristjanb@byko.is
515 4268
821 4066

Stefán Óli Long
Hreinlætistæki
Sölumaður
stefanoli@byko.is
515 4242

Terry Douglas
Múrarameistari
Sölumaður
terry@byko.is
515 4217
821 4217
 

Þjónusta við verktaka:

Örn Haraldsson
Sölusvið
Sölustjóri valvöru
orn@byko.is
515 4231
821 4046

Okkar helstu merki:

  
       
         

Þetta vefsvæði byggir á Eplica