Umhverfisyfirlýsing
- BYKO starfar samkvæmt þeim reglum og lögum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi.
- BYKO hefur að leiðarljósi að taka ákvarðanir sem stuðla að heilbrigðu umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda.
- BYKO leitar stöðugt leiða til að spara orku, minnka úrgang og starfa í sem mestri sátt við umhverfi fyrirtækisins.
- BYKO hefur einsett sér að leita samstarfs við birgja sem huga að umhverfi sínu, eru vottaðir sem slíkir og framleiða sínar vörur með eins umhverfisvænum hætti og unnt er.
- BYKO hefur framkvæmt áhættumat fyrir rekstrareiningar þess á Íslandi eins og lög kveða á um og hvetur starfsmenn sína til árvekni þessum málum.