Val á innihurðum

Við val, kaup og uppsetningu á innihurðum getur þú leitað ráða hjá fagmönnum í hurðadeild BYKO. Þú þarft þó að hafa nokkur mikilvæg atriði á reiðum höndum áður en þú kemur til okkar.

Þú þarft að vita nákvæmlega veggþykktina og mæla breidd og hæð á hurðaropinu. Einnig þarftu að ákveða hvort um vinstri eða hægri hurðaropnun er að ræða. Þá er miðað við að staðið sé fyrir innan hurðina og horft á hvorum megin lömin sé.

Við val á útliti hurðanna er ágætt að taka mið af því að nota aðeins eina viðartegund í íbúðinni/húsinu og hafa þá innréttingar, fataskápa, parketgólf og hurðirnar eins.

BYKO býður einnig eldvarnarhurðir og hurðir fyrir gluggaísetningar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica