• hurd-og-gl-mahog

Uppsetning, viðhald og umhirða glugga og hurða

  • Best er að setja glugga og hurðir upp fullfrágengna þegar húsið er tilbúið undir tréverk, þar sem raka- og hitastig hefur mikil áhrif á timbur og því skiptir rakastig á geymslustað einnig gífurlegu máli.
  • Viðhaldstíðni glugga og hurða fer eftir notkun og aðstæðum, hversu mikið mæðir á þeim, sól, rigningu og almennri veðrun. Mælt er með því að bera á olíuborna glugga að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári.
  • Endurmálun glugga og hurða fer einnig eftir því hversu mikið mæðir á viðnum. Skrár og lamir þarfnast enn fremur viðhalds og þarf að smyrja, með sýrulausri olíu eða feiti, eftir þörfum eða minnst tvisvar á ári.

Nánari upplýsingar um almennt viðhald hurða og glugga veita sölumenn á Fagsölusviði BYKO og ráðgjöf um endurmálun og olíuburð veita sérfræðingar í málningardeildum BYKO.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica