Málning

Hver er þinn litur?

Litur setur sterkan svip á hvert rými fyrir sig og mikilvægt að velja liti og tegund málningar sem henta hverjum aðstæðum fyrir sig. Hvort sem þú færð hugmyndir frá nýjustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn er mikilvægast að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu? Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil eða rólegri og svalari liti þar sem á að slappa af. Ljósir litir gera það að verkum að herbergið virðist stærra en dökkir litir leiðir til hins gagnstæða. 

Í hvaða átt snýr rýmið?

Gott er að hafa í huga hver stefna herbergisins er áður en þú velur liti. Herbergi sem snúa í norður fá aukna sól og hlýju með ljósum gulgrænum, gulum og rauðgulum litum. Í herbergi sem snúa í suður má velja svalari liti eins og blátt eða grænt sem veita herberginu meiri ferskleika.

Hvað annað er í rýminu?

Auk þess má hafa í huga hvað er þegar í herberginu. Múrsteypa, stál og margvíslegar viðartegundir gefa herberginu svipmót. Húsgögn geta líka sett sinn svip á herbergið og þá er gott að velja liti sem ekki eru að berjast um athyglina. 

Allar ráðleggingar eru bara hugmyndir sem þú ræður hvort þú ferð eftir. Þú hefur hugmynd um hvaða liti þú kýst og hvernig stemningu þú vilt skapa í þínu rými.

Litur mánaðarins frá Hús & Híbýli

Ritstjórn Húsa og híbýla velur mánaðarlega fallegan lit frá Gjöco í samstarfi við BYKO. 

Fáðu góðan innblástur! Smelltu hér til að skoða alla litina!Góðir punktar frá litabarnum

Áður en hafist er handa

 • Velja rétt viðgerðarefni og þrífa öll óhreinindi, t.d. fitu og ryk.
 • Gömlu málninguna sem glansar þarf að gera matta með milligrófum sandpappír.
 • Velja þarf málningu sem á við í hverju herbergi, það gljástig sem hentar rýminu og þeirri tilfinningu sem þú vilt skapa.
 • Mæla stærð flatarins sem á að mála áður en málningin er keypt.
 • Undirbúningur skiptir miklu máli svo vel gangi - spartla, þrífa og setja málningarlímband þar sem við á.

Þegar þú málar

 • Gott er að bletta yfir viðgerð með þeim lit sem mála á með áður en málun hefst.
 • Þú færð góða hulu með því að fara 2 umferðir en það fer eftir aðstæðum.
 • Gott er að geyma rúllu og pensla í plastpoka milli umferða og spara þannig óþarfa þvott.
 • Ef notað er málningarlímband þarf að fjarlægja það af fletinum eins fljótt og auðið er. Ef líður meira en sólarhringur getur orðið vandamál að fjarlægja það.
 • Ekki þarf að dífa penslinum meira en 1/3 - 2/3 ofan í málninguna. Þá fer málning síður til spillis sem annars þyrfti að þrífa úr penslinum.

Minnislisti: Málun inni

Góður listi til að styðjast við þegar á að mála loft/veggi innandyra

Áhöld

Efni

Persónuhlífar

Minnislisti: Lakkvinna

Góður listi til að styðjast við þegar lakka á glugga, skápa, eða hurðir

Áhöld

Efni

Persónuhlífar

Á sléttan flöt dugar alla jafna 1 lítri á 8-10m2, miðað við eina umferð. 

Gljástig

Gljástig segja til um hve glansandi málningin er á kvarðanum 0 til 100 þar sem 100 er mest glansandi. Hversu glansandi málningu þú ættir að nota fer eftir mati á því hvað er hentugt og hvað þér þykir fallegt. 

Matt eða glansandi?

Með glansandi málningu sjást ójöfnur greinilegar og undirlagið þarf meiri grunnvinnu, en að sama skapi er glansandi yfirborð slitsterkt og auðveldara að halda hreinu. Mött málning felur ójöfnur í undirlaginu og veitir glæsilegan og nútímalegan árangur. Óhreinindi og ryk eiga auðveldar með að setjast á matta málningu og það er þess vegna sem frekar er ráðlagt að nota glansandi málningu á eldhús og bað.

Hægt er að breyta tilfinningunni fyrir herberginu með ólíku gljástigi. Mattir veggir virðast vera lengra í burtu en glansandi virðast vera nær. Langur og þröngur gangur verður styttri ef notuð er glansandi málning á styttri vegginn og mött málning á lengri vegginn. Ef þú vilt hafa meira líf í herberginu getur þú málað einn vegg með öðru gljástigi í stað gagnstæðs litar. Þú nærð svipuðum áhrifum, aðeins með fínna birtingaformi.

Dæmi um mismunandi gljástig

 • 5% - Matt: Hentar vel á loft og á fleti sem ekkert álag er á. Nánast öll útimálning hefur u.þ.b. 5% gljástig en einnig er hægt að nota hana innandyra.
 • 10% - Silkimatt: Algengasta gljástigið innan dyra, notað á svefnherbergi, stofur, hol og á fleti sem ekki mikið álag er á.
 • 20% - Silkimatt: Þar sem meira álag er á veggjum, td. í eldhúsum, geymslum, bílskúrum og göngum.
 • 40% - Hálfglansandi: Þar sem mikið álag er á veggjum og raki mikill, t.d. í baðherbergjum, þvottahúsum, hurðum, listum, gluggum o.þ.h.
 • 90% - Glansandi: Er í raun lakk og er þá yfirboðið orðið mjög sterkt, hefur háglans. Það hentar á alla fleti þar sem krafist er mikils slitþols og ef fólk vill hafa mikinn gljáa.

Hvernig gljástig á að velja í rýmið

 • Loft: Venjulega ætti að mála loft í möttum lit til að fela ójöfnur og forðast flekki. Silkimatt er notað fyrir þilloft í stofu og í eldhúsi.
 • Veggur: Mött málning er best fyrir steypta veggi, gifsveggi, þilveggi og strigaveggi. Í barnaherbergi og á ganginum auðveldar silkimött málning þrif. Í eldhúsi ætti að nota silkimatta málningu. Einnig er mælt með silkimattri málningu á þilveggi.
 • Listar og karmar: Mælt er með silkimattri/hálfglansandi málningu fyrir hurða- og gluggakarma ásamt öðrum listum og körmum. Ef þú vilt ekki draga fram loftlistana er hægt að mála þá með sömu málningu og lotið.
 • Bað: Í baðherberginu er notuð hentug málning fyrir blautherbergi. Slík málning er venjulega hálfglansandi og í henni er efni gegn myglusvepp og efnið lokar litlum götum betur. Þilveggir í baðherbergi eru meðhöndlaðir á sama hátt og í þurrum herbergjum. Bæði er mælt með silkimattri og hálfglansandi málningu. 
 • Gólf: Við mælum með hálfmattri málningu fyrir allar gerðir af gólfum, en það gerir gólfið slitsterkara og auðveldara er að hreinsa það.

Minn litur

Davíð Oddgeirsson, samfélagsmiðlastjarna, framleiðandi og snjóbrettakennari með meiru heimsótti okkur og bjó til sinn eigin lit. Nú getur þú keypt litinn "Davíð Oddgeirs" hjá okkur, eða blandað þinn eigin lit.

Davíð Oddgeirs

Litakort:


Hús & Híbýli velur lit mánaðarins

Ritstjórn Húsa & Híbýla velur einn lit í hverjum mánuði af litakorti Gjøco í samstarfi við BYKO

Ljúflingur

Ágúst 2018 - Gjøco

Ljúflingur

Ryðbleikur

Júlí 2018 - Gjøco

Ryðbleikur

Djúpsjávargrænn

Júní 2018 - Gjøco

Djúpsjávargrænn

Rósadraumur

Maí 2018 - Gjøco litur #327

Rósadraumur 327

Norðurljós

Apríl 2018 - Gjøco litur #388

Norðurljós 388

Cappuccino

Mars 2018 - litur #339

Cappuccino litur 338

Daggarblátt

Febrúar 2018 - Gjøco litur #386

Daggarblátt litur 386

Sorbet

Janúar 2018 - Gjøco litur #365

Sorbet litur 635

Einiber

Desember 2017 - Gjøco litur #367

Næturþel

Nóvember 2017 - Gjøco litur #345

Hafgola

Október 2017 - Gjøco litur #345

Hafgola litur mánaðarins

Amazon

September 2017 - Gjøco litur #391

Litur mánaðarins #391 Amazon

Spurt og svarað

Er hægt að mála steingólf?

Já. Best er að nota sérstaka gólfmálningu því hún hefur það slitstyrkleik sem þarf. Það þarf að meðhöndla gólfflötinn áður en hafist er handa en fer það alveg eftir aðstæðum. Gamla málaða fleti þarf að slípa yfir og matta með sandpappír og þrífa t.d. með Gjöco Husvask. Málaðar eru 2-3 umferðir. Sum gólfmálning þarf sérstakan grunn eða að þynna 1 umferð til grunnunar, en það fer eftir tegund málningar. Gólfmálningu þarf ekki að lakka yfir.

Hvernig málningu er mælt með að nota á gólf í þvottahúsi þar sem bleyta getur reglulega myndast?

Þá mælum við með olíulakki eða sérstakri gólfmálningu með háu gljástigi sem er slitsterk.

Er hægt að mála flísar?

Gamlar flísar er vel hægt að mála. Fyrst þarf að þrífa flísarnar með t.d. Gjöco Husvask og síðan grunna t.d. með Kópal Magna grunni. Síðan er hægt að mála yfir grunninn og þar er hægt að ráða gljástiginu.

Málun eftir að veggfóður hefur verið fjarlægt

Það þarf að undirbúa undirlagið vel eftir að veggfóður hefur verið fjarlægt og áður en málað er. Gæta þarf þess að allar límrestar séu fjarlægðar með límuppleysi, því límrestar geta blætt í gegnum málninguna og myndað bletti. Ef gömul málning úr undirlaginu hefur losnað og flagnað með veggfóðrinu þarf að spartla með veggspartli í viðeigandi grófleika í samræmi við annað yfirborð.

Skiptir máli að hafa hvítan ramma eða lista upp við loft?

Það er ekki nauðsynlegt en það getur verið þægilegra. Algengt er að loft séu máluð ca. 2 cm niður á veggi til þess að fá jafna línu við loftið, því kverkin sjálf getur verið ójöfn. Hægt er að nota sérstakan hornamálarapúða til að auðvelda verkið við að fá jafna línu. Einnig er algengt að notaðir séu kverklistar í öðrum lit og gefa þeir meiri dýpt í vegginn svo útkomian verður falleg.

Hvernig málningu er best að nota á loft?

Margir vilja mála loft í sama lit og veggi og fer það allt eftir smekk hvers og eins og hvernig stemningu þú vilt skapa í rýminu. Ljós litur á lofti lætur rýmið virka hærra til lofts og stærra, dekkri litur getur tekið loftið aðeins niður. 
Loft er oftast málað með mattri málningu en hefðbundin loftamálning er með gljástig 2. Með mattri loftamálningu sjást misfellur og rúlluför síður og lítil endurspeglun ljóss frá loftinu. 

Íbúð sem er mikið undir súð, er mælt með því að mála súðina í sama lit og veggina eða hafa hana hvíta? Er þetta smekksatriði?

Við mælum með að mála súðina í hvítum eða ljósum lit. Annars er hætta á að það verði dimmt, sér í lagi ef aðrir litir í íbúðinni eru dökkir. En jú, þetta er auðvitað alltaf smekksatriði, það ert þú sem setur reglurnar á þínu heimili.

Þegar maður málar baðherbergi þarf að notast við sérstaka málningu eða grunn v/raka?

Já, þá er notuð votrúms málning eða með akrílhúð. Sértu hinsvegar með veggi sem á eftir að meðhöndla, þá þarf að grunna fyrst og fer það þá eftir efninu (steinn, viður o.s.frv) hvernig grunnur er notaður.

Hvaða litir eru góðir til að ná fram ákveðinni "spa-stemningu" inni á baðherbergi?

Fölgrænir litir, jafnvel með aðeins bláum tón koma helst upp í hugann. Annars er auðvitað allt leyfilegt og fer eftir því hvað færir þér persónulega ró. Svo er hægt að finna innblástur á t.d. Pinterest og leita að „spa paint colors“

Ég er með ómeðhöndlaðan við, þarf að olíu- eða vaxbera/grunna hann áður en hann er málaður?

Já, það þarf að nota olíu eða akrílgrunn. Sértu með nýjan eða nýlegan við er algengast að nota akríl grunn. Eldri viður á það til að gulna en þá er best að nota olíugrunn. Það kemur í veg fyrir að gul slikja komi í gegn.

Hvernig nær maður viðaráferðinni í gegn um málninguna?

Þá notar þú glært lakk með lit, eða hálfþekjandi. Þá kemur viðaráferðin í gegn.

Eldhúsinnréttingin hjá mér er eikarlituð ekki gegnheill viður og mig langar svo að mála hana svarta, hvað þarf ég að gera áður en ég byrja að mála og hvernig málningu mælið þið með?

Fyrst þarf að þrífa innréttinguna og ná burt allri fitu með Gjöco Husvask, slípa létt yfir með fínum sandpappír og þurrka yfir með rakri tusku. Mála 2 umferðir með Gjöco Fashion lakki. Hægt að velja gljástig 15 / 40 / 80 eftir því hvernig lokaáferðin á að vera.

Hurðirnar mínar eru gamlar og lúnar. Get ég lakkað þær hvítar og þá með hvernig lakki?

Fyrst þarf að þrífa hurðina og ná burt allri fitu með t.d. Gjöco Husvask. Slípa næst létt yfir með fínum sandpappír og þurrka yfir með rakri tusku. Mála svo 2 umferðir með Gjöco Fashion lakki, en það inniheldur urethane og er þess vegna slitsterkt sem hentar vel fyrir hurðir.

Djúpið

Gjøco litur #374

Vinsæll litur á svefnherbergi Djúpið - litur #374 frá Gjöco

Þetta vefsvæði byggir á Eplica