Viðhald á gasgrilli

Viðhald á gasgrilli

Góð ráð BYKO - Viðhald á gasgrilli

Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar viðhalda skal gasgrillinu og er mikilvægt að yfirfara þau verkfæri sem þarf í verkið.

 1. Aftengja gaskút frá grillinu og ganga frá á öruggan stað.
 2. Mikilvægt er að setja undirbreiðslu undir grillið til að taka á móti óhreinindum.
 3. Könnum ástandið á brennaranum í grillinu. Ef hann reynist illa farinn eða skemmdur er lítið mál að skipta í næstu verslun BYKO.
 4. Skafa öll óhreinindi og lausa málningu af gasgrillinu með sköfu.
 5. Spreyjum grillhreinsi á alla fleti grillsins til að leysa upp fitu og önnur óhreinindi.
 6. Skrúbba vel yfir alla kanta grillsins með vírsbursta eða grófum svampi til að ná sem mestum óhreinindum í burtu.
 7. Skola af með vatni og láta grillið þorna.
 8. Spreyjum viðarhreinsi á viðarborð grillsins og bursta svo yfir.
 9. Strjúka létt yfir með sandpappír á viðarborð grillsins.
 10. Mála með viðarolíu og þurrka af með tusku eða bómullarklút.
 11. Gott er að slípa létt yfir flötinn sem á að úða - lakkaði hluti grillsins.
 12. Breiða yfir ákveðna hluti grillins sem ekki á að spreyja og athuga vindátt.
 13. Úða hitaþolnu lakki með úðabrúsa á lökkuðu fleti grillsins. 
 14. Fjarlægja undirbreiðsluna af grillinu.

Komdu grillinu í stand fyrir sumarið

Grillið í lag fyrir sumarið

Hreinsun og viðhald á grindum úr pottjárni

Grillið í lag fyrir sumarið

Hreinsun og viðhald á grindum úr ryðfríu stáli

Grillið í lag fyrir sumarið


Þetta vefsvæði byggir á Eplica