Styrkþegar desember 2019

Í desember hlutu þrjú verkefni úthlutun styrkja frá Samfélagssjóði BYKO. 

  • Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
  • Fjölskylduhjálp Íslands
  • Rithöfundaskólinn í Gerðubergi

 

Frá hægri; Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO, Sigríður Gröndal frá stjórn Samfélagssjóðs BYKO, Guðrún Björg Tómasdóttir og Ragnheiður Sveinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Árni Reynir Alfredsson markaðsstjóri BYKO. Á myndina vantar Markús Má Efraím frá Rithöfundaskólanum í Gerðubergi.

Nánar um verkefnin

Mæðrastyrksnefnd

Starfsemi Mæðrastyrksnefndar felst í því að úthluta mat, matarkortum, leikföngum, fatnaði og öðrum nauðsynjum til þeirra sem ná ekki endum saman. Öll störf eru unnin í sjálfboðavinnu.

Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd taka á móti styrk frá forstjóra BYKOFrá hægri: Ragnheiður Sveinsdóttir gjaldkeri, Guðrún Björg Tómasdóttir ritari Mæðrastyrksnefndar og Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO

 

Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem hafa að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru skjólstæðingarnir öryrkjar, einstæðir foreldrar, fjölskyldur með lágar tekjur, eldri borgarar, fólk án atvinnu og heimilislaust fólk. Veitt er neyðaraðstoð í formi mataraðstoðar alla virka daga. Einnig er úthlutað fatnaði á börn og fullorðna, búsáhöldum og notuðum leikföngum.

Fulltrúi Fjölskylduhjálpar Íslands tekur við styrk frá BYKO
Anna Valdís Jónsdóttir varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands og verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Suðurnesja og Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO

 

Rithöfundaskólinn í Gerðubergi

Rithöfundaskólinn í Gerðubergi hefur þjónað börnum í Breiðholti og víðar frá ársbyrjun. Ritsmiðjurnar eru ókeypis og öllum börnum opnar. Í ritsmiðjunum læra börnin ekki bara að skrifa sögur. Námskeiðin efla lesskilning og kveikja áhuga á bóklestri. Ennfremur læra börnin að þau hafi rödd og að þeirra rödd sé þess virði að hlustað sé á hana. Stór hluti þátttakenda eru börn af erlendum uppruna og önnur börn sem hafa verið jaðarsett vegna félagslegrar stöðu eða áhugamála. Þessi börn fá að blómstra í rithöfundaskólanum og eignast nýja vini. Í vor sóttu tæplega 40 börn á aldrinum 7-13 ára rithöfundaskólann vikulega og fengu handleiðslu í skapandi skrifum. Börnin taka virkan þátt í Barnamenningarhátíð, fara í vettvangsferð í bókaforlag og gefa svo á endanum út bók með verkum sínum. 

Styrkur frá Samfélagssjóði BYKO er stuðningur við áframhaldandi samstarf með það að markmiði að skólinn eigi sér varanlegan samastað.

Úthlutanir úr Samfélagssjóð BYKO

Samfélagssjóður BYKO ses. hefur starfað frá árinu 2007, fyrst sem Styrktar- og menningarsjóður Norvikur ses.

Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl BYKO við samfélagið og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja forvarnar- og æskulýðsstarf, menntun og önnur verkefni sem tengjast börnum og unglingum. 

Þriggja manna stjórn mótar stefnu sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutanir hverju sinni. 

Smelltu hér til þess að lesa nánar um sjóðinn og senda inn umsókn.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.