Styrkþegar júní 2019

Í júní hlutu fimm verkefni úthlutun styrkja frá Samfélagssjóði BYKO. 

  • Þessi tími mánaðarins; Hlaðvarp um túrfræðslu
  • Gerð barnaefnis á táknmáli
  • Stöðvum feluleikinn; vitundavakning um ofbeldi á börnum á Íslandi
  • Heilahristingur meðal íþróttakvenna; Margþátta rannsókn
  • Íbúðir fyrir vaktmenn við Meðferðarheimilið í Krýsuvík

 

Frá vinstri: Sigurður Pálsson forstjóri BYKO, Daði Hreinsson framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, Ingunn S. Unnsteinsdóttir doktorsnemi í sálfræði, Sigga Dögg kynfræðingur, Stefán Örn Gíslason verkefnastjóri hjá Unicef, Sigríður Gröndal og Árni Reynir Alfredsson frá stjórn Samfélagssjóðs BYKO. Á myndina vantar Soffíu Björk Smith framkvæmdastjóra Krýsuvíkurheimilis.

Nánar um verkefnin

Hlaðvarp um túrfræðslu

Það er ákall eftir aukinni umræðu og þeirri þörf langar Sigga Dögg að svara með fræðandi og skemmtilegu sex þátta hlaðvarpi; Þessi tími mánaðarins. 

Rannsóknir benda til þess að stúlkum þykja þær óundirbúnar fyrir það að byrja á blæðingum, og skortur er á aukinni alhliða umræðu um líkamann og upplifun kvenna af blæðingum. Sigga Dögg hefur unnið við kynfræðslu frá árinu 2010 og frætt fleiri þúsundir íslenskra ungmenna og foreldra þeirra.

Sigurður afhendir Siggu Dögg styrk
Sigga Dögg kynfræðingur og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

 

Gerð barnaefnis á táknmáli

Félag heyrnarlausra er hagsmunafélag heyrnarlausra og heyrnarskerta á Íslandi og hefur starfað frá árinu 1960. Verður því félagið 60 ára þann 11. febrúar árið 2020. Markmið félagsins er að standa vörð um réttindi heyrnarlausra og tryggja að þeir njóti jafnræðis hvarvetna í samfélaginu á grundvelli táknmáls. Einnig vinnur félagið að því að styrkja stöðu íslenska táknmálsins, móðurmáls heyrnarlausra, auk þess að vinna að forvarnarverkefnum í geðheilbrigðismálum heyrnarlausra.

Daði Hreinsson framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO
Daði Hreinsson framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

 

Stöðvum feluleikinn

Stöðvum feluleikinn er átak UNICEF til að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Á Íslandi búa 80.383 börn. Fleiri en 13.000 af þeim verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, sum hver daglega. Ný tölfræði UNICEF varpar ljósi á þessa alvarlegu stöðu.

Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta á stjórnvöld að standa vaktina.

Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Stefán Örn Gíslason verkefnastjóri hjá Unicef
Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Stefán Örn Gíslason verkefnastjóri hjá Unicef

 

Heilahristingur meðal íþróttakvenna; Margþátta rannsókn

Rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina "Heilahristingur meðal íþróttakvenna: Margþátta rannsókn" sem Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen vinnur að. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að meta algengi heilahristings hjá íþróttafólki, skoða samband heilahristingssögu, hormónabreytinga, hugrænnar getu, líðanar, taugavirkni (EEG) og breytinga í hálshrygg. Það er mikilvægt að auka við þá þekkingu sem nú þegar er til staðar á heilahristing meðal íþróttamanna og auka meðvitund íþróttamanna og íþróttasamfélagsins alls um mikilvægi þess að bregðast rétt við þegar heilahristingur verður. Sem betur fer þá jafna flestir sig af einkennum heilahristings á nokkrum dögum eða vikum en það er talið að í 10%-20% tilvika þá vari einkenni lengur, mánuði, jafnvel ár. Langtíma afleiðingar heilahristings geta verið mjög alvarlegar og haft mikil á lífsgæði. 

Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen doktorsnemi
Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen doktorsnemi

 

Standsetning á íbúðum fyrir vaktmenn við Meðferðarheimilið Krýsuvík

Meðferðarheimilið Krýsuvík er staðsett rétt utan við Hafnarfjörð og veitir einstaklingsmiðuð langtímameðferðarúrræði. Krýsuvík er á hentugum stað til að bjóða upp á meðferð, fjarri höfuðborginni í kyrrð og ró með mikilfenginni náttúru. Til stendur að bæta við þjónustuna og koma upp fullbúnum íbúðum fyrir vaktmenn sem eiga framvegis að vera á sólahringsvöktum.

Soffía Björk Smith framkvæmdastjóri Meðferðarheimilis í Krýsuvík og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO
Soffía Björk Smith framkvæmdastjóri Meðferðarheimilis í Krýsuvík og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

Úthlutanir úr Samfélagssjóð BYKO

Samfélagssjóður BYKO ses. hefur starfað frá árinu 2007, fyrst sem Styrktar- og menningarsjóður Norvikur ses.

Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl BYKO við samfélagið og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja forvarnar- og æskulýðsstarf, menntun og önnur verkefni sem tengjast börnum og unglingum. 

Þriggja manna stjórn mótar stefnu sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutanir hverju sinni. 

Smelltu hér til þess að lesa nánar um sjóðinn og senda inn umsókn.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.