Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Jöfursbás 5-7 Gufunesi

Jöfursbás 5-7 Gufunesi

BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Engin verkefni eru þó of smá fyrir BYKO. Meðal verkefna má nefna Bláa Lónið, Leifsstöð, Smáralind, Kirkjusand D, nýja viðbyggingu Norðurorku og Sjóböðin á Húsavík svo fáein dæmi séu nefnd. Þar á meðal er Jöfursbás 5-7 í Gufunesi.

Hús í byggingu
Vind- og veðurálag

Jöfursbás 5-7 Gufunesi er mikið og flókið verkefni sem inniheldur meðal annars steypt þök í gráðu, bílakjallara sem er nánast undir sjávarmáli, ásamt því að húsin þurfa að þola mikið vind- og veðurálag þar sem húsnæði eru rétt við sjávarmál. Íbúðirnar eru stórglæsilegar og flestar með útsýni til sjávar og fjallasýn allt frá Snæfellsjökli Akrafjalli, Esju, Móskarðshnjúkum, Úlfarsfell og jafnvel upp í Bláfjöll.

Jöfursbás í byggingu
Yfir 1000 glugga- og hurðaeiningar

Verkkaupi valdi álklædda timbur glugga frá BYKO í verkefnið og hefur samstarfið gengið vonum framar, þá sérstaklega afgreiðsla og afhending glugga í húsin. Það fara yfir 1000 glugga- og hurðaeiningar, í öllum stærðum og gerðum, í húsið. Mikið af gólfsíðum gluggum með öryggis – og hljóðvarnar gleri ásamt því að gluggaprófill er mun dýpri en gengur og gerist vegna vindálags og stærðar gluggaeininga.

TIlbúið hús með gluggum
Hvaða útfærsla hentar þér?

Það er hægt að velja ótal útfærslur þegar kemur að gluggum og hurðum. Það er bara spurning hvaða útfærsla hentar þér best?

Maður á vinnusvæði að meitla
Önnur verkefni

BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Engin verkefni eru þó of smá fyrir okkur. Hér getur þú séð fleiri verkefni sem BYKO hefur tekið þátt í síðustu ár.

Skoða fleiri verkefni

Valmynd