Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Katrínartún 6

BYKO hefur komið að mörgum stærstu álglugga og timbur álglugga verkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Stór jafnt sem smá, því hvert sem verkefnið er þá ætlum við að gera þetta saman. Meðal verkefna má nefna Bláa Lónið, Leifsstöð, Smáralind, Kirkjusand D, viðbyggingu Norðurorku og Sjóböðin á Húsavík. En þar á meðal er þessi einstaka bygging að Katrínartúni 6.

Katrínartún 6 víðmynd
Sérhönnuð klæðning

EYKT ehf. hefur síðastliðið ár unnið að byggingu á 9 hæða turni við Katrínartún 6, en byggingin hefur eflaust ekki farið framhjá neinum borgarbúum, enda stórglæsilegt mannvirki klætt einstakri klæðningu. Þann 1. apríl árið 2023 flutti öll starfsemi Skattstofunnar og Fjársýslu ríkisins þar inn. Turninn er u.þ.b. 10.000m² að stærð og PK arkitektar hönnuðu húsið. Katrínartún 6 er strax orðið eitt af áhugaverðari byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Klæðningin er sérhönnuð og framleidd fyrir BYKO af IBO í Danmörku.

Katrínartún 6 klæðning
1500² af álklæddum timburgluggum

Samtals voru settir 1500 m² af álklæddum timburgluggum frá BYKO Lat í bygginguna og u.þ.b. 550 m² af álgluggum og hurðum frá IBO. Þá seldi BYKO einnig mikið magn af gipsplötum frá Knauf í verkið. Smíðin gekk vel og ísetning glugga gekk vonum framar. Mikið er af horngluggum - gler í gler - í húsinu ásamt bogaúrtökum í álgluggunum.

Katrinartun 6 horngluggi
Hvaða lausn hentar þér?

Það er hægt að velja á milli allskonar úrlausna þegar kemur að gluggum og hurðum. Það er bara spurning hvað hentar þér best?

Valmynd