Skilmálar

Almennir ábyrgðarskilmálar

 • Allar vörur eru seldar með fullri ábyrgð samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003.
 • Ábyrgð miðast við dagsetningu kaupnótu.
 • Kaupnóta er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.
 • Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits.
 • Ábyrgðin fellur úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.

Skilaréttur

 • Heimilt  er að skila vöru gegn framvísun reiknings innan 30 daga frá kaupum.
 • Varan skal vera heil og í óskemmdum umbúðum.
 • Parketi og flísum fæst eingöngu skilað í heilum og óopnuðum pökkum.
 • Niðurmældri vöru og ljósaperum fæst ekki skilað.
 • Við skil á vöru er gefin út inneignarnóta sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi.  
 • Við skil á vöru er miðað við upprunalegt söluverð vörunnar á nótu.
 • BYKO áskilur sér rétt til að draga 10% af upprunalegu verði þegar vöru er skilað.

Viðskiptaskilmálar

 • Varan er eign BYKO þar til kaupverð hefur verið að fullu greitt. 
 • Raðgreiðslusamningar, reikningsviðskiptieða önnur lánaform afnema ekki eignarétt BYKO fyrr en fullnaðargreiðsla hefur verið innt af hendi.
 • Gjalddagi reiknings vegna reikningsviðskipta er 1. dag mánaðar. 
 • Eindagi reiknings er 20. dag mánaðar.
 • Dráttavextir reiknast eftir eindaga frá og með gjalddaga reiknings.
 • Áskilinn er réttur til að bakfæra mánaðarafslætti viðskiptavina ef ekki er greitt fyrir eindaga.

Lagning gólfefna - nokkur atriði sem þarf að hafa í huga

Að uppgötva galla eftir að gólfefnið hefur verið lagt á gólf getur reynst kaupanda vörunnar dýrkeypt ef hann hefur ekki framfylgt faglegu eftirlitshlutverki við lögnina. Kaupandi vörunnar má búast við því að þurfa að bera tjónið sjálfur.

Parket, sjáanlegir gallar:

 • Fylgjast þarf vel með að borð falli vel saman og ekki sé hæðarmismunur milli borða. 
 • Skoða þarf hvert borð vandlega áður en það er lagt og leggja það til hliðar ef eitthvað er athugavert. 
 • Mikilvægt er að lýsing sé góð þannig að almennir gallar eða glansmismunur milli einstakra borða fari ekki framhjá lagningarmanni. 
 • Ef hafna þarf parketborði skal það gert áður en það er lagt.
 • Ganga þarf úr skugga um að rétt vörutegund hafi verið afhent áður en lagning hefst.

Flísar, stærðir og litir:

 • Flísar eru almennt framleiddar í lotum. Lita- og stærðarmunur er á milli framleiðslulota. Framleiðendur stimpla litanúmer á pakkana í samræmi við framleiðslulotu. 
 • Mikilvægt er að lýsing sé góð þannig að almennir gallar eins og litamunur, stærðarmunur eða aðrir sjáanlegir gallar fari ekki framhjá lagningarmanni. 
 • Kaupandi þarf að bera saman litanúmerið á kössunum því það er mjög áríðandi að allar keyptar flísar séu úr sömu framleiðslulotu. 
 • Ef hafna þarf flísum sökum litamunar, stærðar eða annarra athugasemda skal það gert áður en þær eru lagðar.
 • Ganga þarf úr skugga um að rétt vörutegund hafi verið afhent áður en lagning hefst.

Geymslugjöld sérpantana

 • Geymslugjald reiknast 7 dögum eftir tilkynningu um komu vöru.
 • Geymslugjald á einu EURO bretti: 500 kr á dag (Vnr. 095).

Gámaleiga

 • Gámaleiga reiknast 14 dögum eftir tilkynningu um komu gáms.
 • Gámaleiga á 40 feta gámi: 6.130 kr á dag (Vnr. 028).
 • Gámaleiga á 20 feta gámi: 4.595 kr á dag (Vnr. 027).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica